Í síðustu viku var haldið þriggja daga vinnuvélanámskeið á Þórshöfn. Vinnueftirlitið hélt námskeiðið í samstarfi við Þekkingarnetið og Ísfélag Vestmannaeyja. Um er að ræða Frumnámskeið eða það sem kallað er litla vinnuvélanámskeiðið og veitir það réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir), körfukrana og steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu. Námskeiðið var mjög vel sótt en 14 manns nýttu sér þetta réttindanámskeið.
