Vorboðinn ljúfi

18676629_1317012645078071_570240822_o
Hópurinn í verklegum æfingum með Guðmundi kennara

Guðmundur Einarsson kennari hefur komið til okkar á hverju vori í mörg ár og haldið Vélgæslunámskeið. Þetta er orðið að föstum lið hérna hjá okkur og alltaf jafn ánægjulegt að fá kallinn til okkar í vikudvöl.

Í ár kláruði 9 hressir kallar námskeiðið með sóma. Áhugasamur hópur sem kom víða að. Guðmundur hefur einstakt lag á að koma efninu til skila og þó að þetta sé langt og strangt námskeið, kennt frá kl. 09:00 – 16:00 í átta daga, þá segja nemendur hans að hann láti þetta líða hjá á miklu styttri tíma.

Við þökkum hópnum og Guðmundi kærlega fyrir góða samveru og óskum þátttakendum til hamingju með góðan árangur.

Sjáumst næsta vor, Guðmundur.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X