Endurmenntun atvinnubílstjóra á Þórshöfn

Ökuskóli Austurlands mun halda þrjú af fimm endurmenntunarnámskeiðum fyrir atvinnubílstjóra á Þórshöfn, ef þátttaka næst, dagana 2. apríl, 22. apríl og 23. apríl. Námskeiðin sem um ræðir að þessu sinni eru svokallaður kjarni sem allir þurfa að taka; 1) Vistakstur – Öryggi í akstri, 2) Lög og reglur og 3) Umferðaröryggi – bíltækni. Stefnt er að því að bjóða upp á tvö síðustu námskeiðin í haust. Kennt verður frá kl 10:00-17:00. Hvert námskeið kostar 14.000 og minnum við bílstjóra á að nýta sér námskeiðsstyrki stéttarfélaganna ef við á. Nánari upplýsingar og skráning í síma 464-5144 eða á heidrun@hac.is Einnig eru upplýsingar hjá samgöngustofu á þessari slóð:  http://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/endurmenntun-atvinnubilstjora/

Deila þessum póst