EQM+ vottun

Þekkingarnet Þingeyinga innleiddi fyrir mörgum árum gæðavottunarkerfi í símenntunarstarfinu sem ber hetið EQM. EQM stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið og er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. EQM byggist á sjálfsmati sem er yfirfarið af EQM viðurkenndum úttektaraðila sem kemur einnig með ábendingar um gæðamál og umbætur meðan á úttektarferlinu stendur. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur umsjón með EQM gæðakerfinu. Þekkingarnetið hlaut endurnýjaða gæðavottun á grunni uppfærðs gæðakerfis, þ.e. EQM+ árið 2020 sem gilti í þrjú ár. Og núna rétt fyrir síðustu áramót fór Þekkingarnetið í gegnum úttekt til að fá endurnýjun. Í dag fengum við svo formlega staðfestingu á að hafa staðist úttektina og fengið endurnýjun á gæðavottuninni. Þekkingarnetið uppfyllir því áfram viðmið EQM+ um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf.

Það eru gleðilegar fréttir á föstudegi.

 

Deila þessum póst