Er eitthvað að gerast?

Þessar vikurnar er nóg um að vera hjá Þekkingarnetinu. Seinnipartinn í október förum við af stað með Skrifstofuskólann. Eins og síðast þegar þessi námsleið var kennd munum við kenna hana í fjarnámi. Þessi leið hentar mjög vel fólki sem er í vinnu og vill taka þetta nám samhliða því. Hægt er að skoða námskránna hér: http://frae.is/wp-content/uploads/2018/06/Skrifstofuskólinn_Námskrá-2018.pdf

Enn eru örfá sæti laus, þannig að áhugasamir geta sett sig í samband við starfsfólk okkar og fengið frekari upplýsingar eða skráð sig. Síminn er 464-5100.

Það hefur verið nóg um að vera í Íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga þetta árið. Nú er ný lokið tveggja hópa grunnnámskeiði hérna á Húsavík. Við tökum stutta pásu og byrjum svo aftur mánudaginn 29. október kl. 17:00. Ef einhverjir eru áhugasamir um íslenskunámið þá má hafa samband við Hilmar Val, hilmar@hac.is

Í Mývatnssveit fer af stað íslenskunámskeið í næstu viku. Þar er um að ræða grunnnámskeið. Ennþá eru örfá sæti laus þar. Upplýsingar um þau námskeið gefur verkefnastjóri okkar í Mývatnssveit, Arnþrúður Dagsdóttir, ditta@hac.is

033

Daníel Starrason er einnig væntanlegur í

Mývatnssveit á næstu vikum til að kenna ljósmyndanámskeið. Daníel hefur marg oft kennt fyrir okkur á slíkum námskeiðum og alltaf hafa allir verið mjög ánægðir með þessi námskeið. Þetta er eitthvað sem áhugafólk um ljósmyndir og myndavélar ætti ekki að láta sig vanta á. Arnþrúður veitir allar upplýsingar um námskeiðið.

Þórshöfn: Þeir sem eru að leita sér að auknum ökuréttindum af einhverju tagi, hvort sem er að keyra stóran vörubíl, stóran pallbíl, aka rútu eða sjúkra-/slökkvibíl eða draga níðþungar kerrur eða vagna svo eitthvað sé nefnt, ættu að sperra augun, því verið er að safna í hóp á Þórshöfn sem Ökuskóli Austurlands ætlar að taka á skólabekk og kenna í nokkrum lotum í kringum helgar á staðnum. Stefnt er að því að byrja í síðustu viku október ef næst í hóp. Upplýsingar á heidrun@hac.is og í síma 464-5144.

Deila þessum póst