Ertu Rokkari í þér?

250px-RokkurÞá erum við með námskeiðið fyrir þig. Að vinna ull í fat er námskeið  í að vinna ull þar sem gömul vinnubrögð eru viðhöfð. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í að vinna ull í fat. Farið verður í aðtaka ofan af, en þá er togið aðskilið frá þelinu, kemba ullina og spinna á rokk. Þátttakendur fá leiðsögn í spuna á rokk og í lok námskeiðs eiga allir að vera orðnir sjáfbjarga við spunann. Kennarar koma með rokka og efni. Boðið verður upp á léttar veitingar í hádeginu. Námskeiðið er haldið í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistirfirði. Leiðbeinendur koma frá Ullarselinu sem er vettvangur handverks- og hannyrðafólks á Vesturlandi með áherslu á tóvinnu úr úrvals ull.  Leiðbeinendur eru Kristín Gunnarsdóttir og Rita Bach frá Ullarselinu á Hvanneyri.Námskeiðið er 14 klst. langt og kostar 30.000.

 

 

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X