Þekkingarnetið er samstarfsaðili í nýju tveggja ára evrópuverkefni sem kallast: ”EUropean NETworking as a method for further training and exchange of ideas in the lifelong learning sector” „Evrópskt NET sem aðferð til frekari þekkingar og til að skiptast á hugmyndum í símenntunargeiranum“ [EU-NET]. Það eru þau Hilmar og Ingibjörg sem eru verkefnastjórar fyrir hönd Þekkingarnetsins.
Heildarmarkmið EU-NET verkefnisins er að styðja við tengslanet á evrópskum vettvangi sjálfseignastofnana og samtaka sem starfa í símenntunargeiranum.
Samstarfsaðilar áttuðu sig á að ein helsta áskorunin í verkefninu er að skortur á réttum/viðráðanlegum lagalegum og formlegum lausnum sem styðja netkerfi sem eru aðgengileg fyrir félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni . Í öðru lagi – þörfin fyrir fleiri hagnýt dæmi, fleiri dæmisögur, efni til frekari sjálfsmenntunar á sviði samstarfs á evrópskum vettvangi og tengslamyndunar félagasamtaka í fullorðinsnámi.
Samstarfsaðilar stefna á að hanna, þróa og dreifa verkfærum um evrópsk samstarfsverkefni fyrir stofnanir og samtök sem starfa í símenntunargeiranum. Lokaafurð á að vera gagnvirk handbók fyrir sjálfstýrt nám og uppfærslu á hæfni á þessu sviði
Samstarfsaðilar verkefnisins:
Fundacja Alternatywnych Inicjatyw Edukacyjnych, Pólland (Coordinator), www.fundacjaaie.eu
Cooperativa Sociale COOSS MARCHE ONLUS scpa Ítalía, http://www.cooss.it/it/
Félag lýðháskóla í kringum Búdapest, Ungverjaland, http://www.bknsz.hu/
Rightchallenge – Associação Portúgal, www.rightchallenge.org
Þekkingarnet Þingeyinga Ísland, www.hac.is