Að bæta skilvirkni í einkalífinu

14nov17:00Að bæta skilvirkni í einkalífinuNámskeið fyrir alla17:00(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu.
Á þessu 2 klukkustunda námskeiði mun Viktoría fara yfir hvernig er hægt að nota umbóta hugmyndafræði í persónulega lífinu til þess að ná meiri skilvirkni og árangri.
Umbóta hugmyndafræðin hefur verið nýtt í fyrirtækjum erlendis og á íslandi síðustu ár með mjög góðum árangri. Þetta námskeið mun fara yfir hvernig er hægt að nýta þau tól og tæki sem hugmyndafræðin býður upp á heima hjá sér og í einkalífinu.
Á þessu námskeiði verður farið yfir ýmis verkfæri sem hjálpa þér að ná betri yfirsýn yfir verkefni heimilisins, meiri skilvirkni og skipulagningu ásamt bættri tímastjórnun.
Leiðbeinandi: Viktoría Jensdóttir starfar sem forstöðumaður verkefna og stefnumótunar á framleiðslusviði Össurar. Hún hefur starfað að stöðugum umbótum (lean) í yfir 15 ár í mismunandi iðnuðum m.a. hjá Alcoa, Össuri, Símanum og Landspítalanum. Ásamt því hefur hún kennt stöðugar umbætur hjá Háskóla Íslands og Opna háskólanum.
Hvar og hvenær: 14.nóvember 17:00-19:00

Tími

(Fimmtudagur) 17:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Netnámskeið