Hópur 1 - Að setja mörk í lífi og starfi
16jan14:30Hópur 1 - Að setja mörk í lífi og starfiNámskeið fyrir starfsfólk HSN14:30

Nánar um viðburð
Í lífi og starfi er mikilvægt að kunna að setja mörk af ábyrgð, vinsemd og festu. Við gegnum mörgum hlutverkum og þess vegna er gott að skilja á milli, til
Nánar um viðburð
Í lífi og starfi er mikilvægt að kunna að setja mörk af ábyrgð, vinsemd og festu. Við gegnum mörgum hlutverkum og þess vegna er gott að skilja á milli, til dæmis sem starfsmenn, vinnufélagar, stjórnendur, kunningjar, ættingjar, vinir, foreldrar, makar, aðstandendur og einstaklingar með fjölskyldu og frítíma, en ekki síst sem mannlegar verur sem þurfa að hlúa að sjálfum sér. Farið er í mikilvægi þess að þekkja sínar eigin tilhneigingar og vita hvaða mörk þarf helst að styrkja, til að geta byrjað að æfa sig í að setja skýr og mannleg mörk. Hvenær er líklegast að það reyni á mörkin? Er það í ákveðnum aðstæðum? Eru ákveðnir einstaklingar sem taka af okkur stjórnina, orðið eða skipulagið? Gefin eru ráð í samskiptum, til dæmis varðandi það að hafa áhrif á tímasetningar, stað og stund, aðstöðu og andrými til að sinna erindum og tækifæri til persónulegrar hvíldar. Lögð er áhersla á að láta ekki stýrast af óskipulagi annarra og mikilvægi þess að geta sagt “nei” á skýran og vinsamlegan hátt.
Leiðbeinandi: Steinunn Inga Stefánsdóttir hjá Starfsleikni
16. og 23. janúar kl 14:30-16:30
Tími
(Mánudagur) 14:30
Staðsetning
Netnámskeið