Lífeyrismál á öllum aldri - vefnámskeið

19mar17:0019:00Lífeyrismál á öllum aldri - vefnámskeið17:00 - 19:00(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Ítarlegt námskeið þar sem rætt verður um lífeyrismál og fjármál á efri árum með sérstakri áherslu á  hvað yngra fólk getur gert í dag til að bæta stöðu sína síðar á lífsleiðinni.

Meðal þess sem um verður rætt er:

  • Hvernig við getum bætt fjárhag okkar síðar á ævinni til muna
  • Hvernig möguleg samsetning tekna getur verið
  • Greiðsla lífeyris og hvenær best er að sækja um hjá lífeyrissjóðum
  • Hlutverk viðbótarlífeyris og annarar séreignar
  • Möguleiki á hlutastarfi og töku hálfs lífeyris
  • Greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar
  • Fjárhagslegt öryggi maka og barna
  • Eignir og skuldir

Fyrir hverja: Námskeiðið hentar öllum sem ekki hafa þegar sótt um lífeyri, ekki síst þeim sem eru yngri en 60 ára. Því yngri sem þátttakendur eru, því meira geta þeir tileinkað sér í dag til að bæta úr fjárhagslegri stöðu sinni á lífeyrisaldri.

Engin þekking á málaflokknum er nauðsynleg.

Ávinningur: Afar mikill fjárhagslegur ávinningur getur fólgist í því að undirbúa fjármál á lífeyrisaldri snemma. Með góðum undirbúningi má klæðskerasníða starfslokin með þeim hætti að við njótum fjármuna okkar sem best og lágmörkum líkur á mistökum.

Hvar og hvenær: 19.mars- vefnámskeið 17:00-19:00

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans.

Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.

Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.

Tími

(Þriðjudagur) 17:00 - 19:00(GMT-11:00)