Apríl, 2020
28apr09:00Markaðssetning á netinu09:00

Nánar um viðburð
Núna er tími til að greina stöðuna, skoða allar hliðar á teningnum, finna nýjar nálganir, setja sér markmið og ætla sér að ná árangri. Það eru alltaf tækifæri einhverstaðar. Tveir tveggja
Lesa meira
Nánar um viðburð
Núna er tími til að greina stöðuna, skoða allar hliðar á teningnum, finna nýjar nálganir, setja sér markmið og ætla sér að ná árangri. Það eru alltaf tækifæri einhverstaðar.
Tveir tveggja tíma praktískir fyrirlestrar í fjarkennslu og einkaráðgjöf með þaulreyndu markaðsfólki.
Edda og Gunnar hjá Kapli markaðsráðgjöf- www.kapall.is
28. apríl kl.9.00 – 11:00 360° markaðssetning
30. apríl kl.9.00 – 11:00 Vefmiðlar og samfélagsmiðlar
4. eða 5.maí Einkaráðgjöf
Um námskeiðið sjá Gunnar Thorberg Sigurðsson og Edda Gísladóttir hjá hjá Kapli markaðsráðgjöf, en þau eru miklir reynsluboltar þegar kemur að markaðssetningu, hafa starfað sem ráðgjafar og hafa haldið fjölda námskeiða um allt land. Á þessu námskeiði munu Edda og Gunnar renna yfir aðalatriði faglegs markaðsstarfs með sérstaka áherlsu á vef- og samfélagsmiðla.
Að auki býðst þáttakendum að fá klukkustundar einkaráðgjöf þar sem hægt er að fara yfir heimasíðu, samfélagsmiðla, kynningarefni og markaðsaðgerðir.
Sem sagt praktískt og sniðið að þörfum þátttakenda.
Námskeiðið og ráðgjöf fer fram í fjarfundi.
Verð 28.000 kr.
Skráning hér
Athugið:
Allir sem greiða í Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar fá námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
Tími
(Þriðjudagur) 09:00