Orkustjórnun og vellíðan í vinnunni

28feb(feb 28)15:0013mar(mar 13)18:00Orkustjórnun og vellíðan í vinnunni(Febrúar 28) 15:00 - (Mars 13) 18:00(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Í nútímasamfélagi er mikill hraði og alltaf verið að gera meiri kröfur um aukin afköst og hröð þróun starfa veldur því að streita og yfirþyrming er algengar tilfinningar hjá fólki. Verkefnin virðast alltaf vera fleiri og meiri en tíminn sem er til að sinna þeim. Langvarandi streita og stress hefur mjög neikvæðar afleiðingar og mjög mikilvægt að læra leiðir til að finna jafnvægi í leik og starfi.

Á námskeiðinu verður fjallað um;

  • Orkustjórnun og hvernig hún nýtist til að auka orku.
  • Mismunandi tegundir af orku og hvernig við getum haft áhrif á að auka orku á mismunandi sviðum.
  • Leiðir til að endurnýja orkuna.
  • Mikilvægi þess að setja sjálfan sig í forgang og bera ábyrgð á því að stjórna orkunni.
  • Fimm þrepa áhrifaríkt kerfi sem er lykillinn að öllum breytingum í lífinu.
  • Áhrif hugarfars á streitu og stress.
  • Hugsanastjórnun og tilfinninganæmi.

Leiðbeinandi: Dögg Stefánsdóttir, BA í sálfræði og lífsþjálfi.

Hvar og hvenær: Stað- og fjarkennt

Fyrri hluti: 28. febrúar kl. 15:00-18:00 – staðkennt á Akureyri. Kennsla og vinnustofa í kjölfarið.

Síðari hluti: 13. Mars kl. 15:00-18:00. Kennsla og vinnustofa í kjölfarið.    

 

Verði mikil ásókn í námskeiðið er mögulegt að bjóða upp á staðkennslu Sauðárkróki og Húsavík auk Akureyrar en síðari hluti yrði sameiginlegur fyrir alla staðina.

Tími

Febrúar 28 (Miðvikudagur) 15:00 - Mars 13 (Miðvikudagur) 18:00(GMT-11:00)