Ræktaðu þitt eigið grænmeti

15apr17:0018:30Ræktaðu þitt eigið grænmetiFjarnámskeið17:00 - 18:30(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Námskeið fyrir þá sem vilja ná árangri í matjurtarækt og fá ríkulega uppskeru. Greint er frá ræktunaraðferðum og hugmyndum að mismunandi ræktunarbeðum. Fjallað um mikilvægi skjóls og birtu. Farið er yfir áburðarþörf og lífrænar lausnir gegn vágestum og sjúkdómum. Auk alls þessa eru kynntar fjölmargar tegundir matjurta og skoðaðar leiðir til að nýta sér uppskeruna og aðferðir til að geyma grænmeti.

Kennari: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og framkvæmdarstjóri Auður allt árið.

Þátttakendur fá glærur og myndband sendar til sín eftir námskeiðið sem og aðgang að Facebook hópnum Auður allt árið en þar er hægt að fylgjast með öllu því sem hún er að fást við í ræktun.

Verð: 9000 kr

Skráning hér fyrir neðan eða í síma 464-5100.

 

Tími

(Mánudagur) 17:00 - 18:30(GMT+00:00)