Maí, 2023

05maí14:0016:00Sérfæði Námskeið fyrir starfsfólk HSN14:00 - 16:00

Nánar um viðburð

Efni: Fæði með breyttri áferð og fljótandi fæði og fæði fyrir íbúa hjúkrunarheimila Atriði sem skipta máli varðandi næringu aldraðra sjúklinga • Fæði við hæfi: Almennt, kunnuglegt fæði.

  • Hæfileg áferð miðað við þarfir einstaklings (tennur/kynging): Mjúkt fæði (M1), fæði með breyttri áferð (M2) eða fínt mauk (M3). M3 er fínasta maukfæðið með áferð svipaða og barnamatur • Hæfileg skammtastærð. Oft er lítill skammtur hæfilegur og viðbótar spónamatur vel þeginn.
  • Góður tími sé gefinn til að borða.
  • Hjálp á matmálstímum: Skera fæðu í hæfilega stóra bita, stappa mat, gefa auka sósu eða smjör, opna ílát o.fl.
  • Útskýra hvað er á disknum fyrir þeim sem eru sjóndaprir og gæta vel að orðavali við þær lýsingar.
  • Fylgjast vel með því hvernig viðkomandi gengur að nærast og hvort skammtar séu jafnvel of stórir. Of stórir skammtar geta dregið úr matarlyst.

Fljótandi fæði er:

  • Notað við sjúkdómum í munni, kjálkum og koki, ásamt þrengslum í vélinda og efri hluta meltingarvegs.
  • Ætlað sjúklingum sem eiga við mikla tyggingar-og kyngingarerfiðleika að stríða.
  • Ætlað sjúklingum sem ekki haf lyst á almennri, fastri fæðu en þurfa auðmeltanlega næringu og vökva.
  • Einnig notað fyrir og eftir skurðaðgerðir, við alvarleg brunasár og fyrir sjúklinga sem ekki geta borðað fasta fæðu af öðrum ástæðum. Sumir sjúklingar sem undirgangast stífa krabbameinsmeðferð í munni, koki og vélinda þola aðeins fljótandi fæði og sumir þola aðeins kalt fljótandi fæði (TONES).
  • Ætlað sjúklingum sem eru að koma úr hálskirtlatöku og eiga að nærast eingöngu á köldum súpum fyrst í stað. •Eitt og sér ekki að uppfylla næringarlegar þarfir sjúklinga og því er það einungis notað í skamman tíma. Auðvelt er að nota fljótandi fæði samhliða sondufæði. Tært fljótandi fæði byggir á síaðri ávaxtasúpu, kjötseyði og eplasafa

Leiðbeinandi: Marína Sigurgeirsdóttir

Tími:

Húsavík 5. maí kl. 14:00-16:00

ATH að námskeiðið verður einnig haldi á Blönduósi, Sauðárkróki og Siglufirði. Fyrir skráningu þar sjá heimasíður Farskólans (www.farskolinn.is) og SÍMEY (www.simey.is).

Námskeiðin fara fram í eldhúsum HSN á framgreindum stöðum. Notat er við þann mat sem hefur verið matreiddur samdægurs við kennslu á námskeiðinu sem fer fram sem sýnikennsla.

Tími

(Föstudagur) 14:00 - 16:00

X