Mars, 2023
17mar00:00Sérhæfð endurlífgun 1 (ILS)00:00 Húsavík

Nánar um viðburð
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). Markmiðið
Nánar um viðburð
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í endurlífgun sem meðlimur teymisins.
Viðfangsefni: Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir orsakir og forvarnir hjartastopps og vinnuferla við endurlífgun. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp og teymisvinnu í endurlífgun. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.
Inntökuskilyrði: Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur sjaldan að endurlífgun en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. löggiltir sjúkraflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar.
Námsmat: Símat er stöðugt á námskeiðinu.
Námsefni: European Resuscitation Council (2015). ERC Immediate Life Support. October 2015 (4. utg).
Athugið að skráningarfresti lýkur 6 vikum fyrir auglýstan námskeiðsdag og er til 3. febrúar!
Verð: 45.000 kr. pr/þátttakenda
Húsavík: 17. mars kl 9:00-17:00
Tími
(Föstudagur) 00:00
Staðsetning
Húsavík