Oktober, 2019

23oct16:0019:30Súrkál Viltu læra að gera ljúffengt súrkál og alls kyns gerjað grænmeti?16:00 - 19:30

Lesa meira

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Súrkál er fullt af góðgerlum og stuðlar að heilbrigðri þarmaflóru. Það er vegan og inniheldur lítið af kolvetnum.

Kennari er Dagný Hermannsdóttir, en hún er reynslubolti í súrkálsgerð. Hún er höfundur bókarinnar Súrkal fyrir sælkera og framleiðir vörur undir sama heiti.

Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og sýnikennslu. Boðið verður upp á alls kyns gerjað grænmeti og meðlæti og þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga auk nokkurra uppskrifta.

Til að sýra grænmeti er engin þörf á sérstökum tækjum eða tólum. Í flestum eldhúsum er að finna það sem til þarf. Skurðarbretti, hnífur, grænmeti, salt og stór glerkrukka er nóg til að koma sér af af stað Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera tilbúnir að leggja af stað í sína eigin súrkálsvegferð fullir sjálfstrausts.

Hægt verður að kaupa bók Dagnýjar, Súrkál fyrir sælkera, á sérstöku tilboðsverði, en þar er að finna fjöldan allan af uppskriftum auk ítarlegra leiðbeininga.

Einnig verður hægt að kaupa súrkál ,,beint frá bónda” á sanngjörnu verði.

 

Tími

(Miðvikudagur) 16:00 - 19:30

X