Þjónandi leiðsögn

24maí08:00Þjónandi leiðsögn08:00

Nánar um viðburð

Þjónandi leiðsögn – grunnnámskeið

Markmiðið er að kynnast hugmynda- og aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) er hugmynda- og aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Skipulag og lausnir byggðar á mannlegum gildum og kærleika eru

notaðar til að aðstoða fólk til þess að fá dýpri skilning á samskiptum og daglegum viðfangsefnum. Lögð er áhersla á að nálgast einstaklinginn með alúð, vináttu og umhyggju og hvetja hann til að setja sér markmið og veita aðstoð við að ná þeim.
Á námskeiðinu verður farið í grunnstoðir þessarar hugmyndafræði, hvernig hún nýtist í störfum okkar.

 

 

Þriðjudaginn 24. maí kl. 08-14 í Salnum Miðhvammi.

Leiðbeinandi: Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir.

Tími

(Þriðjudagur) 08:00

Staðsetning

Húsavík