Tölvustýrður fræsari - Námskeið í FabLab Húsavík

28maí17:00Tölvustýrður fræsari - Námskeið í FabLab Húsavík17:00(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði  notkunar á stórum fræsara og öryggismál í kringum hann.

Kennt verður á forritið VCarve og hvernig á að teikna upp og yfirfæra teikningu í tölvustýrðan fræsara.
Þátttakendur búa til platta eða skilti eftir eigin hönnun.
Efnið í plattann er innifalið í námskeiðsgjaldinu.

Þeir sem ljúka námskeiðinu fá aðgang að stórum CNC fræsara í Fab Lab Húsavík að námskeiði loknu.

Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson, forstöðumaður Fab Lab Akureyri

Lengd: 9 tíma námskeið, þrjú skipti 

Kennt: þriðjudaginn 28. maí og fimmtudaginn 30. maí kl: 17:00-20:00

og laugardaginn 1. júní kl: 10:00-13:00

 

 

Námskeiðið er fyrir 16 ára og eldri. Við hvetjum þátttakendur til að kanna möguleika á endurgreiðslu þátttökugjalds hjá starfsmenntasjóðum stéttarfélaga.

Verð 32.500.-

Tími

(Þriðjudagur) 17:00(GMT+00:00)