November, 2019

15nov20:0022:00Viskí 101 - Grunnnámskeið20:00 - 22:00 Þórshöfn

Lesa meira

Nánar um viðburð

Viskí – Saga og smökkun með Snorra Guð.

 

Veistu hvað þú ert að drekka? Þekkir þú söguna?

Er viskíið gullið eða rafgullið? Er það einmöltungur eða blandað?

Er það Highland eða Lowland? Hvað er Speyside og Islay?

Á 101-námskeiði er farið í söguna, upphaf viskíframleiðslu og þróun til dagsins í dag.

Lönd og svæði skoðuð, en áhersla er samt á Skotlandi. Einnig spáð í Búrbon og rúgviskí.

 

Á námskeiðinu eru prófaðar sirka 9 tegundir, meðan glærusýning er keyrð og spjallað um það, sem menn langar að vita meira um.

 

 

Um Snorra Guð:

Snorri Guðvarðsson er málarameistari á Akureyri, sem hefur sérhæft sig í vinnu við friðuð hús og þá aðallega kirkjur. Þar snýst vinnan um viðar- og marmaramálun, gyllingu og og alls kyns skreytingar, ásamt vinnu með línolíumálningu og önnur efni fyrri tíma.

Hann hefur líka verið í hljómsveitum frá unga aldri og var m.a. lengi í Hljómsveit Ingimars Eydal.

Snorri fékk á fullorðinsárum áhuga á viskí og öllu, sem það snertir. Hann hefur verið með kynningar fyrir öll viskíumboðin á landinu, einnig námskeið m.a. fyrir simey.is, farskolinn.is og Þekkingarnet Þingeyinga ásamt alls kyns námskeiðum fyrir klúbba, félagasamtök, vinnu- og vinahópa, starfsmannafélög o. fl.

Tími

(Föstudagur) 20:00 - 22:00

Staðsetning

Þórshöfn

X