Ferskt, ilmríkt, ríkulegt, sætt, langt eða þurrt?

Snorri Guð viskíáhugamaður og kirkjumálari uppfræddi nemendur sína á námskeiðinu Viskí – Svæðin í Skotlandi í Skjólbrekku á föstudagskvöldið. Óhætt er að segja að heimur viskísins sé fjölbreyttur og ótrúleg blæbrigði í bæði lykt og bragði. Áhugavert er að heyra um söguna á bak við eimingarhúsin og þær aðferðir sem notaðar eru við framleiðsluna. 

Á námskeiðinu var sjónum beint að Skotlandi og ólíkum svæðum innan þess. Nemendur prófuðu og lærðu um viskí frá m.a. Láglöndum, Hálöndum, Speyside, Eyjum, Campbeltown og Islay. T.d. var smakkað 12 ára Caol lla frá Islay sem er einmöltungur með hinu dæmigerða reykjarbragði sem einkennir flest eimingarhúsin á Islay og 15 ára Dalwhinnie frá Hálöndunum með óaðfinnanlegu bragði og lykt. 

Þetta var notaleg kvöldstund í góðum félagsskap þar sem skilningarvitin voru nýtt til hins ýtrasta. Næsta námskeið Snorra hjá Þekkingarnetinu verður á Þórshöfn næstkomandi föstudagskvöld, Viskí 101 – Grunnnámskeið Viskí – Saga og smökkun skráning hér

Deila þessum póst