Um helgina útskrifaðist Magdalena Zawodna sem leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Það er gaman að segja frá því að jafn lengi hefur Menntasetrið starfað á Þórshöfn þar sem hún byrjaði sitt fimm ára háskólanám þegar setrið var opnað haustið 2009. Fyrstu árin sat hún daglega fjarfundi en síðastliðið ár hefur farið meira í ritgerðarskrif og verkefnavinnu. Magda hefur lagt mikið á sig í náminu og alveg óhætt að segja að hún sé starfsstéttinni til sóma. Hún hefur unnið með náminu á leikskólanum Barnabóli og var þar við vinnu í dag þegar Heiðrún og Gréta hittu hana í dag að færa henni útskriftargjöf og blóm. Til hamingju Magda.