Fiskvinnslufólk byrjar árið á skólabekk

001
Ásdís Vilborg Pálsdóttir fræðir nemendur á Raufarhöfn um innra eftirlit.

Oft er rólegt hjá fiskvinnslufyrirtækjum í byrjun janúar og þá er tíminn gjarnan nýttur til námskeiðahalds. Þekkingarnetið stóð fyrir tveimur 60 stunda grunnnámskeiðum fyrir fiskvinnslufólk á Húsavík og Raufarhöfn og voru þau vel sótt. Þetta er fjölbreytt námsleið sem tekur á ýmsum þáttum auk þess sem snýr beint að hráefninu, þ.á.m. skyndihjálp, sjálfstyrkingu, vinnuaðstöðu og vinnustellingum, fjölmenningu og fleiri áhugaverðum hlutum.

Deila þessum póst