Fjölmennt á Þingeyska Montinu

Um helgina var haldin handverks, hönnunar og ferðaþjónustuhátíð í Svalbarðsskóla í Þistilfirði sem var samstarfsverkefni Þekkingarnetsins, Svalbarðshrepps, Langanesbyggðar, Ferðamálafélagsins Súlunnar og Norðurhjara. Verkefnið var styrkt af Vaxtarsamningi Norðausturlands. Á laugardaginn var Hugrún Ívarsdóttir, hönnuður og eigandi Laufabrauðssetursins á Akureyri með fræðandi fyrirlestur um sinn rekstur og þar á eftir var umræðutorg um handverk á svæði Norðurhjara, sem nær frá Kelduhverfi að Bakkafirði. Í gær var síðan mikið fjör þar sem settir voru upp sölu og kynningarbásar frá handverks og ferðaþjónustuaðilum, Kvenfélag Þistilfjarðar var með kaffihús og skörtuðu sínu fegursta í íslenskum þjóðbúningum. Þá var sérstakt heiðurshorn fyrir hjónin Maríu og Vigfús frá Syðra-Álandi sem voru mikið hagleiksfólk og skildu eftir sig mikið af fallegu handverki. Síðast en ekki síst var tískusýning þar sem fallegar prjónaflíkur, heklaðir kjólar og fleira skemmtilegt var til að gleðja gesti, m.a. voru þar sýndar forláta karlmanns prjónabrækur en þær myndir ekki taldar birtingarhæfar á alheimsnetinu. Fjöldi fólks lagði leið sína í skólann, sem núna þjónar hlutverki samkomuhúss fyrir Þistilfjörð. Fleiri myndir á fésbókar síðu ÞÞ.

IMG_5777 IMG_5782 IMG_5815 IMG_5829 IMG_5837 IMG_5875 IMG_5888 IMG_5894 IMG_6002 IMG_6000 IMG_5962 IMG_5907

Deila þessum póst