Flottur fyrirlestur hjá Hildi Eir Bolladóttur

IMG_6958

Í gærkvöldi fengum við hina bráðskemmtilegu Hildi Eir Bolladóttur, sóknarprest frá Akureyrarkirkju í heimsókn til okkar. Hildur hélt fyrirlestur um andlega líðan þar sem hún deildi reynslu sinni af lífinu með kvíðaröskun. Kvíði og aðrir andlegir sjúkdómar eru algengir í íslensku samfélagi og reynist aðventan oftar en ekki erfiður tími hjá mörgum. Hildur var bæði einlæg og persónuleg í frásögn sinni en gat á sama tíma gert smá grín af sjálfri sér og sjúkdómi sínum. Hún leyfði þátttakendum að heyra brot úr bók sinni sem kemur út á vormánuðum en bókin fjallar um þessi málefni. Um þrjátíu manns sóttu fyrirlesturinn sem fór fram í sal Framsýnar og stóð yfir í eina og hálfa klukkustund. Við þökkum Hildi Eir fyrir góðan og fróðlegan fyrirlestur og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.

 

Deila þessum póst