Foreldrasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og starfsmenn frístundaheimila. Um er að ræða fjögurra klukkutíma námskeið. 

Hvað þýðir samvinna heimilis og skóla?  Kynntar verða aðferðir í samskiptum, samtalstækni og sérstök áhersla verður á hvernig á að bregðast við í erfiðum samskiptum við foreldra.

Hvert er hlutverk starfsmanns og hvenær á hann að eiga í samskiptum við foreldra og hvenær ekki. 

Einnig verða kynntar leiðir til að bæta samskipti heimilis og skóla með ýmsum leiðum.  

Kennari er Aníta Jónsdóttir, kennari og ráðgjafi.

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
23. ágúst Laugar 25. ágúst Húsavík 2.sept. Raufarhöfn
13:00-17:00
Húsavík, Laugar og Raufarhöfn
12.900 kr.

Deila þessum póst