Það var vel mætt á Hótel Norðurljós á Raufarhöfn í gærkvöldi þar sem þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir töluðu um uppbyggingarstarf sitt á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þau hafa unnið ötullega í ferðaþjónustmálum síðustu ár og gátu miðlað reynslu sinni til íbúa enda stórt verkefni framundan þar við uppbyggingu og kynningu á Heimskautsgerði. Þau hjónin verða á Hótel Reykjahlíð í dag kl 17 og þar verður fókusinn meira á náttúrupassann og aðgengi ferðamanna að náttúru landsins, auk þess sem þau fjalla um sitt starf í Landnámssetrinu.