Frábær fyrirlestur hjá Guðrúnu Bergmann.

Guðrún Bergmann rithöfundur og fyrirlesari hélt í gær frábæran fyrirlestur fyrir rúmlega 40 manns í sal Framsýnar stéttarfélags.

IMG_5402Fyrirlesturinn kallast „Viltu takast á við bólgur og liðverki á náttúrulegan máta?“ og þekkir Guðrún af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að takast á við bólguþáttinn í líkamanum, en um það fjallar hún einmitt í nýjustu bók sinni Ung á öllum aldri.

Guðrún fór m.a. yfir það hvernig þekkja má bólgueinkennin og finna leiðir til að lækna þau – ekki bara bæla, hvaða fæðutegundir valda bólgueinkennum í líkamanum, hvaða krydd er hægt að nota til að draga úr bólgum og hvernig vítamín og önnur bætiefni geta dregið úr bólgum.

Ákaflega fræðandi og skemmtileg kvöldstund og þökkum við hjá Þekkingarneti Þingeyinga Guðrúnu Bergmann kærlega fyrir komuna ásamt öllum þeim sem mættu og hlustuðu.

Deila þessum póst