Sigurbjörn Árni Arngrímsson mætti til okkar í gærkvöldi og hélt mjög fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur sem kallaðist „Er hreyfing það sama og heilsa?“
Mætingin var mjög góð eða tæplega 60 manns. Sigurbjörn fór á sinn einstaka hátt yfir þær spurningar sem margir eru að velta fyrir sér t.d. hvort hreyfing sé mikilvæg og af hverju hún sé þá mikilvæg. Einnig fór hann yfir hreyfingu almennt og kom með hreyfiráðleggingar, ásamt því að útskýra áhrif hreyfingarleysis þar sem hann dró fram ótrúlegar staðreyndir um þróun offitu í heiminum. Sigurbjörn gaf gestum svo innsýn í stöðu hreyfingar og holdafars á Íslandi á léttan en jafnframt fræðandi hátt. Í lokin kom hann svo með ráð til þess að hjálpa fólki að koma sér af stað í hreyfingu og viðhalda hreyfingu sinni.
Eins og sjá má var þetta mjög fróðlegur og góður fyrirlestur og þökkum við Sigurbirni Árna kærlega fyrir komuna.
Fyrirlesturinn var í boði Þekkingarnets Þingeyinga í tilefni af alþjóðlegu hreyfivikunni sem hófst í gær, en spennandi dagskrá er framundan næstu dagana þar sem almenningur getur tekið þátt í ýmiskonar viðburðum sem tengjast heilsu og hreyfingu.