Nú í maí fór fram tveggja daga fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD á vegum Þekkingarnets Þingeyinga og ADHD samtakanna. Námskeiðið var að hluta til styrkt af Framsýn stéttarfélagi Þingeyinga og Norðurþingi. Námskeiðið var haldið á Húsavík og var vel sótt. Á námskeiðinu var fjallað um ADHD og lyfjameðferð, félagsleg samskipti og líðan, samskipti innan fjölskyldunnar, unglinga með ADHD, uppeldi og líðan unglinga og ADHD og nám. Það voru nokkrir fyrirlesarar sem komu og voru erindi má þar nefna Margréti Birnu Þórarinsdóttur sálfræðing, Hrund Þrándardóttur sálfræðing, Vilhjálm Hjálmarsson varaformann ADHD samtakanna, Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing og Hauk Örvar Pálmason sálfræðing.