Frumkvöðlar á námsleið

Í vor og haust hefur námsleiðin Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja verið kennd á Raufarhöfn með viðkomu víðar í Þingeyjarsýslum. Góð þátttaka var með alls 11 nemendur frá Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Fyrstu tvær helgarnar í mars og apríl voru helgaðar umbúðarhönnun, leyfisveitingum, merkingum og verðlagsreikningum en þessi námsleið gengur meðal annars út á að undirbúa handverksfólk undir sölu á handverki og minjagripum. Þá var einnig farin könnunarferð í suðursýsluna í byrjun maí þar sem Arnhildur Pálmadóttir tók á móti hópnum í Hönnunarverksmiðjunni, á Laugum var farið í heimsókn á litla trésmíðavinnustofu þar sem framleiðsla Allt með tölu er til húsa, heimsókn í Kaðlín og í Sælusápur í Kelduhverfi. Í haust var svo vinnuhelgi í október þar sem annar dagurinn fór í verkefnastjórnun og þar voru sko engin smá plön á borðum, og hinn var helgaður verklegri vinnu þar sem fiktað var með batik litun á bómull og silki. Skemmtilegur hópur af skapandi fólki og gaman að segja frá að aldursmunur á elsta og yngsta þátttakanda er hvorki meira né minna en 50 ár.

201 20140330_120342

IMG_7159 154 182 214 IMG_7137 167 172

171 IMG_1182 IMG_1222 IMG_7136 IMG_7158 IMG_7159

Deila þessum póst