Fullt hús af fólki

IMG_7799
Sjúkraprófin eru ákaflega hressandi svona í ársbyrjun. Dagbjört Erla sér um að allt fari fram eftir settum reglum.

Vorönnin fer vel af stað hér á Þekkingarneti Þingeyinga þetta árið. Kennslustofur, bæði á Húsavík og Raufarhöfn, eru þéttsetnar af nemendum á fiskvinnunámskeiðum sem klárast núna í lok vikunnar. Aðrar námsleiðir eru að rúlla af stað eftir gott jólafrí og nemendur klárir í þá vinnu sem framundan er. Sjúkra- og endurupptökupróf úr háskólunum fara einnig fram þessa dagana og hefur lesaðstaðan verið vel nýtt á síðustu vikum.

Námsvísirinn er svo að detta inn um lúgur Þingeyinga og þar má finna upplýsingar um spennandi námsleiðir sem boðið verður uppá á vorönn auk styttri námskeiða sem hefjast í janúar og byrjun febrúar.

Endilega kynnið ykkur málið og verið í sambandi við okkur hér á Þekkingarnetinu, við tökum vel á móti ykkur.

Deila þessum póst