Nú á næstu dögum fer námsvísir Þekkingarnets Þingeyinga að renna inn um bréfalúgur allra heimila á starfssvæðinu. Í honum má sjá þau námskeið sem við bjóðum upp á í janúar og febrúar. Eins og vanalega kennir þar ýmissa grasa, við ákváðum þó af fenginni reynslu að hafa fá námskeið í janúar en leggja þeim mun meiri kraft í úrvalið í febrúar.
Það er margt spennandi í boði, námskeið sem koma inn á hannyrðir, matreiðslu, hreyfingu, skyndihjálp og atvinnuréttindi. Einnig fáum við til okkar frábæra fyrirlesara.
Hægt er að kynna sér þetta allt saman betur með því að fletta námsvísinum hér.