Fyrsti námsvísir skólaársins

CaptureFyrri part þessarar viku ætti fyrsti námsvísir Þekkingarnetsins fyrir skólaárið 2017-2018 og smjúga inn um bréfalúgur á öllum heimilum og fyrirtækjum á starfssvæðinu. Sama fyrirkomulag verður núna í vetur og var síðast, þ.e.a.s. við gefum út 5 námsvísa þar sem námskeiðsframboð tveggja mánaða í senn er kynnt. Núna er það september og október og það er fullt af allskonar námskeiðum í boði. Til dæmis; skriðsundsnámskeið, námskeið í ítalskri matargerð, fyrirlestur með Lækninum í eldhúsinu, ungbarnasund, afrískur dans, útsaumsnámskeið og fleira og fleira.

Endilega gefið ykkur tíma í að fletta bæklingnum og hikið svo ekki við að skrá ykkur í hvelli.

Nú á næstu vikum erum við að taka í notkun nýtt skráningarkerfi. Það er ekki komið í gang og því verður ekki hægt að skrá sig á námskeiðin á heimasíðunni okkar. Til að skrá sig er hægt að senda tölvupóst á hac@hac.is eða hringja í síma 464-5100 alla virka daga milli kl. 08:00 – 16:00.

Í lokinn er rétt að árétta að við viljum endilega fá að vita hvaða námskeið ykkur finnst spennandi. Við erum opin fyrir því að halda öll námskeið sem í boði er á landinu. Hendið á okkur línu ef þið hafið spennandi hugmyndir.

Hér má skoða nýja námsvísinn: Namsvísir sept/okt

Deila þessum póst