Gæðavottun

EQM-logo-CMYK

Þekkingarnet Þingeyinga hefur innleitt gæðavottunarkerfi í símenntunarstarfinu sem ber heitið EQM. EQM stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið og er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. EQM byggist á sjálfsmati sem er yfirfarið af EQM viðurkenndum úttektaraðila sem kemur einnig með ábendingar um gæðamál og umbætur meðan á úttektarferlinu stendur. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur umsjón með EQM gæðakerfinu. 
Þekkingarnet Þingeyinga hlaut formlega viðurkenningu menntamálaráðherra sem fræðsluaðili fyrst stofnana á Íslandi þann 19. september 2012.   Þá hafði stofnunin áður innleitt EQM gæðakerfið með formlegum hætti og fengið gæðavottun á grunni úttektar.  Sjá frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins hér
Þekkingarnetið hlaut endurnýjaða gæðavottun á grunni uppfærðs gæðakerfis, þ.e. EQM+, árið 2023. Sjá viðurkenningu HÉR.