Góðir gestir frá Vopnafirði

 

001

Við fengum góða heimsókn síðasta mánudag þegar Hrund Snorradóttir og Else Möller frá Austurbrú ásamt Fjólu Dögg Valsdóttur úr fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps komu til að skoða Menntasetrið og kynna sér framhaldsdeild Laugaskóla, en Vopnfirðingar stefna að því að koma á fót framhaldsdeild á Vopnafirði haustið 2015.  Við þökkum þeim stöllum kærlega fyrir komuna og vonumst til að geta endurgoldið heimsóknina sem fyrst.

Deila þessum póst