Gurrý var mögnuð

IMG_8126Mjög góð aðsókn var á áhugaverðan fyrirlestur s.l. föstudagskvöld hér á Þekkingarsetrinu. Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý, kom þá til okkar og fór yfir mataræði, matarvenjur og mikilvægi þess að borða hreina fæðu. Gurrý, sem er kannski einna þekktust fyrir að vera dómari í sjónvarpsþáttunum Biggest Looser, lagði mikla áherslu á mikilvægi hreyfingar og að passa hvað maður er að láta ofan í sig. Borða hreinan mat og helst sleppa þessum fæðubótarefnum sem tröllríða nú öllu. Hreinn matur og góð hreyfing er alveg nóg fyrir líkamann. Gurrý kom sínu efni vel og skilmerkilega til skila og þátttakendur voru ánægðir með þessa góðu kvöldstund. Í lokinn setti Gurrý upp spennandi spurningaleik og í verðlaun var tveggja mánaða fjarþjálfun frá henni fyrir tvo heppna þátttakendur.

Deila þessum póst