Miðvikudaginn 30. október kl. 12.10 – 13.00 mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur fjalla um lífsbaráttu rjúpunnar að sumarlagi. Aðalsteinn fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norðausturlandi og kannaði varpárangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega athugun á Suðvesturlandi. Fyrirlesturinn verður á veitingastaðnum Bárunni á Þórshöfn.
Súpa og brauð í boði Þekkingarnets Þingeyinga. Allir velkomnir