Hamingjukönnun fyrir Skútustaðahrepp

 

Það er fagurt í Mývatnssveit.
Það er fagurt í Mývatnssveit.

Þekkingarnet Þingeyinga hefur tekið að sér skemmtilegt verkefni fyrir Skútustaðahrepp er snýr að því að mæla og auka hamingju íbúa sveitarfélagsins. Könnun verður hringd út á næstu dögum en hún er hluti af vinnu sveitarfélagsins í átt að markvissari og meðvitaðri ákvarðanatöku í átt að aukinni hamingju íbúanna. Rannsóknarsvið Þekkingarnetsins mun sjá um framkvæmd og úrvinnslu könnunar þar sem faglegt teymi sér um öll gögn og meðferð persónulegra upplýsinga.

Sveitarfélagið vonast eftir að íbúar taki vel í þessa könnun til að svarhlutfall verði sem best og nýta megi upplýsingar íbúum til hagsbóta. Íbúar í sveitarfélaginu geta svarað könnuninni hér.

Deila þessum póst