Þessa dagana er í gangi könnun um hamingju og vellíðan íbúa í Mývatnssveit sem Þekkingarnetið hefur umsjón með fyrir Skútustaðahrepp. Þetta er í þriðja sinn sem könnunin er framkvæmd og hafa niðurstöður hennar verið notaðar til sértækra aðgerða sem miða að því að auka hamingju og vellíðan íbúa sveitarfélagsins. Allir íbúar Skútustaðahrepps, 18 ára og eldri, eru hvattir til að taka þátt.
Tengil að könnuninni má finna hér. Einnig verður hægt að svara könnuninni símleiðis þar sem þeir sem eiga þess ekki kost að svara á netinu fá símtal frá starfsmanni Þekkingarnetsins. Niðurstöðurnar verða ekki greindar niður á einstaklinga og öll svör eru trúnaðarmál. Spurningalistinn er unninn með aðstoð frá Embætti Landlæknis og með hliðsjón af rannsókn Jóhönnu Jóhannesdóttur. Jafnframt eru nokkrar spurningar úr rannsókn Háskóla Íslands, „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“.