Föstudagsgestir Þekkingarnetsins að þessu sinni eru systurnar Sylvía og Birgitta Haukdal. Þær systur munu koma okkur í jólaskap með söng og bakstri, já við ætlum að baka í beinni.
Við erum jafn spennt og þið að sjá hvernig þetta mun koma út. Okkar gisk er að þetta verði falleg, jólaleg og notaleg morgunstund með Húsvísku hæfileikastystrunum.
Hellið upp á sparikaffið, setjist niður og slakið örlítið á og fylgist með á Facebokk síðu okkar kl. 10:00 á föstudagsmorguninn og látið Birgittu og Sylvíu koma ykkur í jólastemmarann. Það koma alveg jól þó það sé ekki búið að þrífa efri skápana.