Haustfundur Símenntar í Vestmannaeyjum

Haustfundur Símenntar – samtaka símenntunarmiðstöðva á Íslandi fór fram í Vestmannaeyjum dagana 19. og 20. september. Þekkingarnetið sendi þrjá fulltrúa á staðinn, Ingibjörgu, Heiðrúnu og Hilmar.

Umfjöllunarefni fundarins voru fjölbreytt og skemmtileg. Sahara auglýsingastofa var með mjög áhugavert erindi um stafræna miðla: Þróun og bestun í nútíma auglýsingaheimi. Þar kom margt mjög áhugavert fram sem við hjá Þekkingarnetinu ætlum að tileinka okkur.

Hildur Bettý og Fjóla María, frá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins (FA), fóru yfir helstu niðurstöður verkefnisins Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag, sem FA og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið.

Seinni daginn voru haldnar tvær vinnustofur. Önnur fjallaði um þróunnarverkefni tengt Evrópska tungumálarammanum sem SÍMEY hefur unnið í samstarfi við Studieskolen, Mími og Austurbrú. Hin vinnustofan var um markaðsmál þar sem fulltrúar frá MSS miðluðu af sinni reynslu og sögðu frá sínu verklagi þegar kemur að markaðsmálum.

Það var gaman að heimsækja Vestmannaeyjar og taka þátt í þessum góða og gagnlega fundi.

Takk fyrir okkur.

Deila þessum póst