Haustundirbúningur á Þekkingarnetinu

Þessa dagana er starfsfólk Þekkingarnetsins að tínast inn úr sumarorlofi. Haustin eru jafnan annasöm. Allmörg námskeið og námsleiðir fara af stað í septemberbyrjun, sem útheimtir töluverða vinnu við útfærslu, markaðsstarf og kynningu.  Þá liggja fyrir þó nokkur þróunar- og rannsóknaverkefni þetta árið sem útheimta vinnu á rannsóknasviðinu.
Reyndar hefur verið starfsemi hjá Þekkingarnetinu í allt sumar og stofnuninni ekkert verið lokað. Sumarstarfsmenn hafa verið við störf bæði á Húsavík og á Þórshöfn í alls 6 sumarrannsóknaverkefnum.  Öll þessi verkefni þarf að klára, a.m.k. með áfangaskýrslum, í lok sumars eða snemma í haust.

Það eru allir velkomnir í kaffispjall á Þekkingarsetrið eins og vanalega, en síðsumars er alltaf gott að fá góða gesti í heimsókn til að gauka að okkur hugmyndum, víkka sjóndeildarhringinn og hafa áhrif á það sem við tökum okkur fyrir hendur komandi vetur!

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X