Heimahjúkrun

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)

Á námskeiðinu verður skoðuð samþætting þjónustu við aldraða sem búa í heimahúsi. Margir glíma við miklar breytingar á efri árum. Líkamleg heilsa fer hrakandi og oft hefur einstaklingurinn upplifað missi, sorg, einmanaleika og depurð. Farið er að draga úr virkni hans og kvíði yfir að missa tök á færni getur aukist. Þunglyndi og jafnvel uppgjör við lífið sjálft er eitthvað sem oft þarf að takast á við sem og að verða háðir umönnun nánustu ættingja og/eða fagfólks. Mikilvægt er að í allri umönnun sé haft í huga að sá aldraði fái að tjá sig og gera það sem hann getur sjálfur.

Leiðbeinandi: Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
12. maí
8-16
Á vefnum

Deila þessum póst