Í gær var ársfundur Sjálfbærniverkefnis Norðausturlands haldinn á Húsavík en Þekkingarnet Þingeyinga hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Landsvirkjunar. Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar flutti ávarp og opnaði einnig enska þýðingu á heimasíðu verkefnisins gaumur.is. Verkefnið felur í sér umfangasmikla gagnaöflun á svæðinu, hvað varðar samfélag, umhverfi og efnahag. Sigurjón Jónsson jarðeðlisfræðingur fræddi fundargesti um jarðkjálftavirkni og nýlega skjálfta við Kópasker. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands flutti fróðlegt erindi um möguleg viðbrögð við stórum jarðskjálfta svipuðum þeim sem var árið 1755 en sá bar með sér ölduhæð og tjón á stóru svæði. Þeir sem vilja kynna sér verkefnið er bent á heimasíðuna, gaumur.is.