Heimildahlaðvarp um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur

Valgerður María Þorsteinsdóttir er einn þeirra sumarnema sem hafa verið í umsjón Þekkingarnets Þingeyinga síðustu mánuði. Valgerður var ráðin af Skútustaðahreppi til sumarstarfa í átaksverkefni Vinnumálastofnunar fyrir háskólanema. Valgerður er nemi í íslensku í Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefni hennar snýr að skáldkonunni Jakobínu Sigurðardóttur sem bjó að Garði í Mývatnssveit hvar hún var húsfreyja. Eftir Jakobínu liggja fjórar skáldsögur, þrjú smásagnasöfn, ævintýri, kvæðabók og endurminningabók.
Jakobína hóf feril sinn sem ljóðskáld og vöru mörg kvæða hennar ádeilukvæði gegn hersetu. Hún var tvisvar tilnefnd fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Dægurvísu 1967 og fyrir Lifandi vatnið 1976.

Afrakstur rannsóknavinnu Valgerðar í sumar hefur nú verið birtur í formið heimildahlaðvarps um Jakobínu. Í hlaðvarpinu eru verk Jakobínu sett í stærra samhengi, ýmist við stefnur og strauma sem í áttu við á heimsvísu eða staðbundin atriði í Mývatnssveit þar sem Jakobína bjó. Þættirnir eru þrír. Fyrsti þátturinn fjallar um Lifandi vatnið. Þar er Jakobína kynnt til leiks og verkið sett í samhengi við formbyltingu, módernisma, jafnrétti kynjanna og Mývatn. Annar þátturinn fjallar um Skáldsöguna Snöruna, sósíalismann, samfélagsádeiluna og Kísiliðjuna. Í þriðja og síðasta þættinum er fjallað um kveðskapinn, Dimmuborgir, tilfinningarnar og stað Jakobínu í bókmenntasögunni.

Þættirnir hafa nú verið birtir á Podbean og Spotify.

Deila þessum póst