Heimsókn frá bandaríska sendiráðinu

Þekkingarnetið fékk á dögunum góða heimsókn frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi, það voru Helga Magnúsdóttir menningarfulltrúi sendiráðsins og Patrick Geraghty almannatengslafulltrúi sem áttu ferð um norðurlandið. Þau funduðu með starfsfólki Þekkingarnetsins sem m.a. kynnti fyrir þeim áformað samstarf við bandarískar þekkingarstofnanir, auk þess að kynna þær spennandi breytingar sem framundan eru með tilkomu Hraðsins, nýsköpunarseturs.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X