Þær voru í jólaskapi skvísurnar sem mættu í jólasmiðju til Rannveigar Benedikts til að læra að hekla snjókorn síðasta föstudagskvöld. Jólalögin ómuðu, piparkökur runnu ljúflega niður með malti og appelsíni og jólailmur fyllti húsið. Þetta var hin notalegasta kvöldstund þar sem margt var spjallað á meðan framleiddar voru hinar ýmsu gerðir af hekluðum snjókornum. Takk fyrir komuna allar!