Hestamenn ekki af baki dottnir.

IMG_2863Hestamenn fjölmenntu í Menntasetrið á föstudagskvöld þegar Þórarinn Ragnarsson hélt fyrirlestur um þjálfun reiðhesta. Fyrirlesturinn var upphafið á helgarnámskeiði sem hestamannafélagið Snæfaxi stóð fyrir og haldið var í Kaplaborg. Hestamenn mættu þar með hesta sína í einkatíma hjá Þórarni sem skólaði menn og hesta til og gaf góð ráð.

Nemendur á námskeiðinu voru á ýmsum stigum hestamennskunnar, allt frá algerum byrjendum upp í lærða reiðkennara. Þórarinn ætti að hafa nokkur góð ráð uppi í erminni en hann vann A-flokk gæðinga á LM 2014 á gæðingnum Spuna frá Vesturkoti og er þar að auki tilnefndur sem gæðingaknapi ársins og knapi ársins af Landssambandi hestamanna.

IMG_2859

Námskeiðið var vel sótt enda eru nú flestir að taka á hús og járna reiðskjóta sína og upplagt að byrja vertíðina á því að fá góða leiðsögn svo gæðingarnir fari vel undir mönnum þegar riðið er út á góðum degi.

 

 

 

 

IMG_2862

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2860

Deila þessum póst