„Hingað koma vísindamenn alls staðar að úr heiminum“

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, sem nú lætur senn af störfum, var meðal framsögumanna á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands sem haldinn var í Hvalasafninu á Húsavík þann 9. apríl sl.  Kristín benti í ávarpi sínu á þá staðreynd að vísindamenn og nemendur alls staðar að úr heiminum koma nú reglulega til Húsavíkur til að sinna rannsóknastörfum. Ársfundurinn var með fjölmennasta móti, en hann sóttu um 80 manns víða að af landinu.

Mennta- og menningarmálaráðherra opnaði fundinn og ávarpaði í upphafi hans ásamt þeim Kristínu rektor og Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings.  Í kjölfarið voru framsögur og fræðierindi af ýmsu tagi.

Þekkingarnetið á í marþættu samstarfi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, bæði um hagnýta þætti og rannsóknastarf.  Það er mikill gagnkvæmur hagur af sambýli þessara stofnana í Þekkingarsetrinu á Húsavík þar sem Þekkingarnetið leggur til svæðisbundna þekkingu og tengsl á meðan Háskólinn leggur til vinnulag, þekkingu og tengsl úr hinum akademíska heimi.

Hópur - ársfundur

Ársfundurinn var vel sóttur (um 80 manns).

Kristín Ingólfs

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands ávarpar fundinn

ÓH - ársfundur

Óli Halldórsson, forstöðumaður ÞÞ ræðir um samstarf setra í byggðum landsins.

Deila þessum póst