Nú í vetur fer af stað hjá Þekkingarnetinu námskeiðið Hnossgæti að heiman – Matarsmiðja.
Námskeiðið miðar að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina.
Meðal þess sem tekið verður fyrir er:
- Hreinlætis- og örverufræði.
- Gæðahandbók
- Næringargildi
- Matvælastofnun
- Hráefnisfræði – Kjöt
- Aukaefni
- Uppskriftir; uppsetning – verklýsingar – framlegðarútreikningar.
- Rekstur og afkoma
- Ostagerð
- Hráefni – fiskur og kjöt
- Hráefni – villtar jurtir
- Framleiðsla á eigin vöru – Einstaklingsvinna í tilraunaeldhúsi.
- Styrkir og styrkjamöguleikar
Ýmsir gestafyrirlesarar koma að námskeiðinu og verður hluti þess kennt í fjarkennslu með áherslu á sveigjanleika námsins yfir þátttakendur.
Unnið er út frá námskránni Matarsmiðja frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Skráning er á www.hac.is
Námið er 80 klukkustundir bóklegt (fyrirlestrar) og verklegt. Kennslan fer fram frá október 2021 – febrúar 2022
Fyrirlestrar verða í fjarkennslu þar sem notast er við fjarfundakerfi sem heitir Zoom, þátttakendur þurfa því að hafa aðgang að tölvu með myndavél og hljóðnema. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-18:30 en upptökur verða aðgengilegar eftir kennslu.
Verklegi þátturinn er tvískiptur. Um er að ræða einn dag á ostagerðarnámskeiði og hins vegar þriggja daga lotu í löggildum matvælasmiðjum á svæðinu.
Námskeiðið kostar kr. 36.000 og þátttakendum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hjá starfsmenntasjóðum.